Þorbjargar myndablogg

þriðjudagur, júní 28, 2005

Gæsamyndir :D

Jæja, loksins hafði ég mig í það að skella gæsamyndunum inn á síðuna :)

AnnKri, Bára og Guðfinna voru gæsaðar 18. júní. Dagskráin var eftirfarandi:

Gæsirnar sóttar, sumar keyrðar í Leifsstöð en allar enduðu í Go-Karti, þaðan var svo farið í Bláa Lónið þar sem gæsirnar voru sendar í dekur og við hinar mareneruðumst bara í sólinni. Við fengum svo kokteila ofan í lónið og "strippara" með... við höldum allavega að hann hafi kannski verið ber ofan í lóninu... maður veit það ekki, það sést ekki hvernig fólk er fyrir neðan vatnið ;)

Eftir Lónið voru gæsirnar klæddar í viðeigandi stjörnubúninga og sendar í stúdío að syngja. Úr stúdíóinu var svo haldið heim til Auðar þar sem við grilluðum og höfðum það næs, drukkum kokteila og hvítvín og dönsuðum og sungum fram á rauðanótt.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home